Hákon Þorsteinsson skipaður dómstjóri Héraðsdóms Austurlands

Hákon Þorsteinsson hefur verið skipaður í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands. Skipanin tekur gildi frá og með 1. nóvember næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í dag.

Hákon lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2006, meistaragráðu frá skólanum 2008 og loks viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu árið 2023.

Hann öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2009 og löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali árið 2015. Fyrst eftir nám starfaði hann við lögfræðiráðgjöf hjá fjármálafyrirtæki og lögmaður á lögmannsstofu.

Frá 2010-2018 var hann aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjanes. Eftir það varð hann aðstoðarmaður dómara við Landsrétt og síðan skrifstofustjóri hans árið 2021. Hann hefur tvisvar verið settur héraðsdómari í nokkra mánuði, annars vegar við Héraðsdóm Reykjaness 2014 og síðar dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða sumarið 2012.

Frá haustinu 2021 hefur hann starfað sem lögfræðingur á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Þá er talið upp að Hákoni hafi verið prófdómari prófdómari og sinnt stundakennslu í lögfræði á háskólastigi auk þess að starfa fyrir Knattspyrnusamband Íslands.

Hann og Oddur Þorri Viðarsson höfðu áður verið metnir hæfastir í þau tvö embætti héraðsdómara sem nýverið voru auglýst laus, en Oddur Þorri var skipaður við Héraðsdóm Vestfjarða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.