Skip to main content

Halda bænastund í Heydalakirkju vegna hins hörmulega bílslyss í Berufirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. mar 2025 10:29Uppfært 10. mar 2025 10:36

Sérstök kyrrðar- og bænastund verður haldin í Heydalakirkju í kvöld vegna þess hörmulega bílslyss sem varð í Berufirðinum í gærmorgunn með þeim afleiðingum að einn lést og þrír slösuðust illa.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglu en  tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum rákust harkalega saman um klukkan hálftólf í gær.

Áreksturinn svo harkalegur að ekki aðeins þurfti að kalla til báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar til að fljúga slösuðum suður heldur þurfti að brúka tækjabíla til að komast að þeim slösuðu. Engar upplýsingar fást að svo stöddu um líðan þeirra þriggja sem fluttir voru á Landspítalann í kjölfar slyssins.

Bænastundin hefst klukkan 20 í kvöld en þar skal beðið fyrir hinum slösuðu, hugga hvort annað yfir hörmulegum missi og eiga samfélag.