Halda áfram að ræða um meirihluta á Héraði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 31. maí 2010 23:05 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Framsóknarflokkurinn og Á-listi á Fljótsdalshéraði ætla að halda áfram að ræða um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Fundað verður áfram í dag.
Stefán Bogi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna, sagði í samtali við agl.is í kvöld að fyrsti formlegi fundurinn í kvöld hefði verið jákvæður og því ákveðið að halda viðræðunum áfram.
Sigrún Harðardóttir frá Á-lista segir viðræðurnar í kvöld hafa gengið vel og stefnt á áframhaldandi viðræður á morgun.