Haldið áfram með hreinsunarstarf
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. apr 2023 13:50 • Uppfært 03. apr 2023 13:50
Á vegum Fjarðabyggðar hefur í dag verið unnið í hreinsunarstarfi á snjóflóðasvæðunum í Neskaupstað. Ljóst er að þar er vinna framundan næstu vikur.
Hreinsunarstarfið hófst um helgina þegar hlánaði og hættuástandi var aflýst. Fara þarf varlega á svæðunum því í snjónum geta leynst munir úr innbúi fólks.
Samkvæmt upplýsingum Austurfréttar stendur til að hreinsa svæðið gróflega í vikunni, sem er stutt vegna páskanna. Þeir veita vonandi fólki, sem stóð í ströngu í síðustu viku, kærkomna hvíld. Eftir þá tekur síðan við áframhaldandi hreinsunarvinna sem líklegt er að taki einhverjar vikur.
Mynd: Landsbjörg/Hafliði Hinriksson