Hálfur milljarður fallið á sveitarfélagið eftir skriðurnar
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. apr 2022 13:35 • Uppfært 29. apr 2022 13:36
Kostnaður sveitarfélagsins Múlaþings í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desember 2020 var í lok síðasta árs kominn í rúman hálfan milljarða króna. Mest af því hefur fengist endurgreitt frá ríkinu.
Samkvæmt ársreikningi Múlaþings fyrir síðastliðið ár nam kostnaður sem lent hefur á sveitarfélaginu tæpum 503 milljónum króna. Er þar bæði um að ræða tjón á mannvirkjum sem og verulegan kostnað af hreinsunarstarfi, uppbyggingu og fleiru.
AF þessu er kostnaður Múlaþings sjálfs rúmar 78 milljónir en endurgreiðslur upp á 148 milljónir fengur frá Náttúruhamfaratryggingu, ríflega 146 milljónir úr Ofanflóðasjóði og 115 milljónir frá Vegagerðinni.
Í reikningnum stendur eftir krafa upp á rúmar 39 milljónir króna á íslenska ríkið vegna hamfaranna í lok árs. Mest hafði fengist endurgreitt,
Að auki keypti sveitarfélagið hús á hættusvæði við Stöðvarlæk upp á 88,6 milljónir króna. Á móti fékkst 76,1 milljónar framlag úr Ofanflóðasjóði. Mismunur varð þegar sveitarfélagið keypti hús á fasteignamati, nokkru meira en mat sem sjóðurinn greiddi eftir. Að lokum voru tryggingabætur fyrir Angró bryggju upp á 54 milljónir færðar til tekna hjá hafnarsjóði.