Halla Hrund líka efst á Austurlandi

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, mælist nú með mest fylgi frambjóðenda til forseta Íslands, á Austurlandi sem á landinu öllu.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem gerð var í síðustu viku og birt í morgun. Að baki niðurstöðunum fyrir Austurland eru 34 atkvæði.

Halla Hrund mælist nú með 30,8% og tvöfaldar þar með fylgi sitt í fjórðungnum. Hún sækir það að miklu leyti til Katrínar Jakobsdóttur sem fer niður í 11,5%, þriðjung þess sem hún hafði fyrir viku. Það er versta útkoma hennar.

Baldur Þórhallsson bætir einnig við sig, fer í 30,1%, sem er hans besti árangur miðað við landshlutana. Jón Gnarr er þriðji en missir aðeins fylgi, fer niður í 12,8%, sem hans næst versta staða. Halla Tómasdóttir fær 1,4% sem er hennar versta útkoma þegar horft er á landshlutana.

Þá vekur sérstaka athygli að aðrir frambjóðendur mælast með 13,4%, sem er það langmesta sem safnast á þá. Ekki er nánar greint hvernig það fylgi skiptist.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.