Skip to main content

Haraldur Gústafsson íþróttamaður UÍA 2021

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. apr 2022 11:09Uppfært 26. apr 2022 18:53

Bogfimimeistarinn Haraldur Gústafsson er íþróttamaður ársins 2021 hjá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (ÚÍA.)

Þetta var tilkynnt á sambandsþingi ÚÍA á sunnudaginn var en þingið fór að þessu sinni fram á Seyðisfirði. Þar var Benedikt Jónsson endurkjörinn formaður og allir aðrir í stjórn halda því áfram.

Haraldur Gústafsson er flestum að góðu kunnur sem fylgjast með íþróttum en hann hefur lengi verið einn fremsti bogfimimaður Íslands. Haraldur vann báða Íslandsmeistaratitlana í bogfimi á síðasta ári, innan- og utandyra, og gerði gott betur og tók sömu báða Íslandsmeistaratitla í öldungaflokki. Þá bar hann sigur úr býtum á öllum innanlandsmótum með sveigboga sem hann tók þátt í á síðasta ári. Hann náði líka afbrags árangri í heimsbikarmótaröð Alþjóða bogfimisambandsins og var meðal tíu efstu þar í árslok 2021.

Hvatning fyrir Auði Völu

Á sambandsþinginu var Auði Völu Gunnarsdóttur jafnframt veitt hvatningarverðlaun ÚÍA, Hermannsbikarinn, fyrir störf sín fyrir fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum. Hún sjálf var ein af fyrstu iðkendum hjá fimleikadeildinni árið 1984 en tók að sér yfirþjálfun deildarinnar árið 2000 og hefur síðan náð glæsilegum árangri með fimleikafólkið.

Mynd: Verðlaunahafarnir ásamt formanni ÚÍA á sunnudaginn var. Mynd ÚÍA