Skip to main content

Hartnær fjórföldun gistinátta á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. feb 2022 10:33Uppfært 28. feb 2022 10:36

Í febrúar fyrir ári síðan gistu ferðamenn aðeins rúmlega 400 nætur á hótelum austanlands. Fjöldi gistinátta í fjórðungnum í liðnum janúar reyndust 1.455 talsins.

Litlum vafa er lengur undirorpið að ferðaþjónustan er að ná vopnum sínum á nýjan leik. Það sýna nýjar tölur Hagstofu Íslands um fjölda gistinátta hérlendis síðustu tólf mánuði. Heilt yfir er um fjórföldum gistinátta að ræða sama tíma fyrir ári síðan og það mikið til það sama upp á teningnum hér austanlands. Breytingin í prósentum mælist 237 prósent.

Á landsvísu fjölgaði gistinóttum í 241.200 alls samanborið við aðeins 56.800 talsins ári síðan. Aukningin mælist bæði hjá innlendum ferðamönnum, 48 prósent aukning, og hvorki meira né minna en fjórtánföld aukning hjá erlendum einstaklingum. Langmest aukning milli ára er á höfuðborgarsvæðinu en þar jókst herbergjanýting á hótelum um 741 prósent.