Skip to main content

Hass og amfetamín haldlagt í Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. apr 2011 14:21Uppfært 08. jan 2016 19:22

logreglumerki.jpgLögreglan á Eskifirði hefur undanfarin lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna. Átta aðilar hafa verið handteknir og leitað í bílum og húsum.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að lagt hafi verið hald á marijúana og amfetamín auk áhalda og neyslutóla. Fjórir hafa verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og átta verið handteknir. Leitað hefur verið í þremur og húsum og nokkrum bifreiðum í tengslum við málin.

Málin komu öll upp í Fjarðabyggð.Þau teljast upplýst og eru komin til ákæruvaldsins.