Skip to main content

Hefja loðnuleit að nýju um miðjan mánuðinn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. jan 2024 09:10Uppfært 05. jan 2024 08:20

Loðnuleit mun hefjast að nýju um miðjan þennan mánuð þegar Hafrannsóknastofnun sendir tvö rannsóknarskip sín til rannsókna ásamt tveimur loðnuveiðiskipum. Lítið fannst af loðnu í síðasta rannsóknarleiðangri um miðjan desember mánuð og mælti því Hafrannsóknastofnun ekki með veiðum.


Greint er frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson fara bæði til rannsókna í kringum 15. janúar, eða þegar veður leyfir. Ásamt þeim fara til leitarinnar skip Skinneyjar-Þinganess, Ásgrímur Halldórsson, og grænlenska skipið Polar Ammasak, sem er í eigu Polar Pelagic. Síldarvinnslan í Neskaupsstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni.

Loðnuleitin í síðasta mánuði var að frumkvæði, og kostuð af, útgerðarfyrirtækjum uppsjávarveiðiskipa. Hið sama á við nú, í það minnsta munu útgerðirnar kosta leit og mælingar veiðiskipanna. Engum blöðum er um það að fletta hversu mikilvægt það er útgerðunum, sem og þeim byggðarlögum þar sem loðnu er landað, ef veiðanleg loðna finnst. Uppsjávarskip halda nú flest til kolmunnaveiða, þannig eru skip Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, Barði, Beitir og Börkur farin til þeirra veiða í færeyskri lögsögu. 

Útbreiðsla loðnu breytt


Skömmu fyrir jól birti Hafrannsóknastofnun skýrslu um afrakstur átaksverkefnis um loðnurannsóknir 2018-2022. Í skýrslunni kemur fram að með því að greina aflaupplýsingar frá aldarfjórðungs tímabili kom í ljós lítils háttar munur á tímasetningum loðnuganga inn á Íslandsmið. Þannig hefur loðnugangan birst síðar norðan lands, miðað við fyrri ár. Áður var loðnan gjarnan komin lengra áleiðis eftir hefðbundinni gönguleið sinni réttsælis um landið, suður með Austurlandi í janúar mánuði. Í skýrslunni er þetta sagt benda til að útbreiðsla loðnu í janúar hafi breyst.

Þá kemur einnig í ljós, með líkanaspám, að breytt umhverfisskilyrði hafi haft sitt að segja um breytta útbreiðslu loðnustofnsins. Þrátt fyrir þetta ályktaði rýnihópur alþjóðlegs hóps vísindamanna í nóvember 2022 að nálgun við ráðgjöf um loðnuveiðar mætti vera að mestu óbreytt,