Skip to main content

Heimila fleiri íbúðir í miðbæ Egilsstaða

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. júl 2023 15:09Uppfært 24. júl 2023 15:13

Staðfest hefur verið breyting á aðalskipulagi Egilsstaða til að auka leyft byggingamagn og fjölga þar með íbúða í miðbænum.


Breytingin var samþykkt í sveitarstjórn í júní en var síðan staðfest af Skipulagsstofnun í byrjun júlí og öðlaðist gildi með birtingu í Stjórnartíðindum fyrir helgi.

Skipulag miðbæjarins, sem nær frá Tjaldsvæðinu að innanverðu út að verslunarmiðstöðinni sem hýsir Bónus, tók gildi sumarið 2021. Það kom í stað skipulags sem samþykkt var að undangenginni hugmyndasamkeppni árið 2006.

Í skipulaginu frá 2021 var lagt upp með að á svæðinu væri blönduð byggð, ekki hærri en fimm hæðir þar sem verslun og þjónusta væri á jarðhæð en íbúðir á efri hæðum. Gert var ráð fyrir að byggingamagnið yrði 92 þúsund fermetrar eða 161 búð. Í dag eru þar 43 íbúðir, þar af helmingurinn í Miðvangi 6. Gert var ráð fyrir að 138 nýjar íbúðir í gætu hýst 340 íbúa í viðbót, sem þýddi umtalsverða fjölgun á miðsvæðinu.

Nú hefur byggingamagnið verið aukið í allt að 100 þúsund fermetra eða allt að 180 íbúðir. Nánar segir í skipulaginu að þær almennt að vera ofan jarðhæðar eða á sérstökum íbúðalóðum.

Til viðbótar við að nota náttúrulega efni sem vísa til einkenna svæðisins til að vanda ásýnd byggðarinnar er nú fjallað um að skapa vistvænt gönguumhverfi, skjólsæl rými og nota vistvænar lausnir við ofanvatn.