Heimsendingarþjónusta Krónunnar fallið Austfirðingum vel í geð

Viðbrögðin við þeirri þjónustu Krónunnar á Reyðarfirði að bjóða upp á heimsendingar á vörum gegn til lágu gjaldi hafa farið fram úr allra björtustu vonum að sögn verslunarstjórans. Fjölga þurfti fyrirhuguðum ferðum og ráða fleira fólk nánast áður en þjónustan hófst.

Nokkrar vikur eru liðnar síðan þessi þjónustan bauðst fyrst í verslun Krónunnar á Reyðarfirði en slíkt lengi verið í boði í verslunum keðjunnar annars staðar undir heitinu snjallverslun. Þar setja menn þær vörur sem þeir vilja í sérstaka körfu á vef Krónunnar, greiða fyrir og fá svo sent beint heim á þeim tíma sem fólki hentar best.

Að sögn Valgeirs Hrafns Snorrasonar, verslunarstjóra, hafa viðtökurnar verið vægast sagt góðar. Ljóst varð nánast á fyrstu dögum að fjölga þyrfti ferðum og fólki til að til að mæta eftirspurninni.

„Upphaflega stóð ekki til hjá okkur að hefja þessa þjónustu hér á Austurlandi fyrr en síðsumars en það var ákveðið að flýta ferlinu í ljósi óánægju íbúa í Neskaupstað með verslunina þar í bæ sem fjallað var um í fjölmiðlum snemma árs. Það hefur líka sýnt sig að það er algjör sprenging í sendingum þangað miðað við áætlanir okkar þó þjónustan sé einnig vel notuð annars staðar. Það eru langflestir sem einmitt kaupa mikið magn í einu og fá þannig heimsendingargjaldið niðurfellt alveg.“

Heimsendingin kostar 1490 krónur auk lágrar þjónustuþóknunar fyrir þá vinnu að tína til og safna vörunum saman. Heimsendingargjaldið fellur þó niður ef pöntun fer yfir 18 þúsund krónur.

Heimsending er í boði í Neskaupstað og á Eski-, Reyðar- og Fáskrúðsfirði og aðspurður segir Valgeir að hugmyndir séu á borðinu að fjölga stöðunum. Þar helst litið til Stöðvarfjarðar, þar sem engin er verslunin, og hugsanlega Breiðdalsvík. Það verði þó varla fyrr en með haustinu sem það gerist.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.