Helga greiðir sjálf flutningana
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. mar 2011 08:26 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Kostnaður fellur ekki á Fjarðabyggð vegna flutninga Helgu Jónsdóttur, fyrrum bæjarstýru, úr sveitarfélaginu.
Austurglugginn greindi frá því fyrir tveimur vikum að Fjarðabyggð myndi borga Helgu biðlaun í hálft ár eftir að hún lét af störfum og flutningskostnaðinn suður.
Í nýjasta tölublaði þess er greint frá því að eftir að fjallað var um málið hafi verið samið um flutningana. Kostnaðurinn verður dreginn frá þeim ógreiddu launum sem tilgreind eru í uppgjörinu. Blaðið segir Helgu hafa sjálfa hafa beðið um þetta.
Í nýjasta tölublaði þess er greint frá því að eftir að fjallað var um málið hafi verið samið um flutningana. Kostnaðurinn verður dreginn frá þeim ógreiddu launum sem tilgreind eru í uppgjörinu. Blaðið segir Helgu hafa sjálfa hafa beðið um þetta.