Hellisheiðin með besta móti

Leiðin yfir Hellisheiði eystri, milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshéraðs, er með besta móti um þessar mundir eftir að möl var borin ofan í veginn.

„Vegurinn var orðinn grófur og leiðinlegur. Það er eilífðarverkefni að halda veginum við. Við náðum ekki að koma þessu við í fyrra en gerðum það núna,“ segir Sveinn Sveinsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi.

Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni fara að meðaltali 50 bílar yfir Hellisheiðina á dag yfir sumartímann. „Þetta er skemmtilegur ferðamannavegur með stórkostlegu útsýni,“ segir Sveinn.

Margir hafa nýtt sér endurbæturnar á veginum og áttu þær eflaust sinn þátt í góðri aðsókn á bæjarhátíðina Vopnaskak. Mikilvægi vegarins hefur þó minnkað eftir að nýr vegur með slitlagi var lagður yfir Vopnafjarðarheiði árið 2013. Hellisheiðin er því lokuð yfir vetrartímann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.