Skip to main content

Hestaníðingur á ferð á Egilsstöðum?

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. maí 2011 13:35Uppfært 08. jan 2016 19:22

logreglumerki.jpgGrunur er um að dýraníðingur hafi skorið kynfæri hryssu sem höfð var í hesthúsum í Fossgerði á Fljótsdalshéraði. Málið hefur verið kært til lögreglu.

 

„Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig þessir áverkar gætu verið af völdum hryssunnar sjálfrar eða annarra dýra,“ er haft eftir Hirti Magnasyni, dýralækni á Egilsstöðum á Vísi sem skoðaði hryssuna á sunnudag.

Hestamaðurinn sem uppgötvaði sárinn hefur tekið saman greinargerð og komið til lögreglunnar þar sem hann lýsir þeirri skoðun að „hestaripper“ sé á ferð. Sá starfar sem læknir á Egilsstöðum.

„Þetta glæpsamlega tortímingaræði flokkast undir (zoosadisma) dýraníðingsskap. Í hópnum eru kvennaraðmorðingjar, en við yfirheyrslur margra þeirra í Þýskalandi er oft fyrri saga um dýraníðingsskap, raðáverka eða raðmorð. Einnig játuðu flestir að vera kvenhatarar,“ segir í greinargerðinni.