Hitamælingar við borun á Djúpavogi koma ekki nógu vel út

Boranir eftir heitu vatni við Djúpavog af hálfu HEF-veitna hafa nú staðið yfir um eins og hálfs mánaðar skeið en síðustu hitamælingar sem gerðar voru um helgina komu ekki eins vel út og vonir stóðu til.

Borinn Trölli er nú komin niður vel rúmlega hálfan kílómetra eða 561 metra í gærdag. Algengt er hérlendis að borað sé allt að kílómetra niður frá leitarholu þó engar sérstakar reglur séu um þá dýpt sem ráðlegt er að fara hverju sinni. Borunin við Djúpavog hefur reynst tímafrekari en ella sökum þess að bergið er að mestu leyti hart þó inn á milli séu jarðlög mýkri.

Framkvæmd var sérstök hitamæling á sunnudaginn var þegar komið var 516 metra niður samhliða viðhaldi á bornum. Sú hitamæling kom ekki eins vel út og vonir stóðu til en þar mældist hitastig æðarinnar aðeins 43°C. Mælingar á þessu svæði gegnum tíðina hafa sýnt að efnahiti hola mælast allt að 75°C svo reikna má með að finna megi 70-80°C heitt vatn á þessum slóðum.

Borinn Trölli að störfum við Djúpavog en þar unnið daglega að hitaleit. Því dýpra sem farið er því sterkari líkurnar að finna nægilegt heitt vatn í nægu magni. Mynd HEF-veitur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.