Skip to main content

Hlýjasti þjóðhátíðardagurinn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. jún 2023 18:36Uppfært 19. jún 2023 08:57

Aldrei hefur meiri hiti mælst á þjóðhátíðardaginn 17. júní heldur en á Egilsstöðum í dag.


Á veðurstöðinni á Egilsstaðaflugvelli mældust 27,9 gráður um klukkan eitt í dag, um það leyti sem hátíðardagskrá í tilefni dagsins var að hefjast í Tjarnargarðinum.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að elda met hafi 27 gráður, sett í Möðrudal á Fjöllum. Það met var orðið eldra en íslenska lýðveldið því það var frá 1937.

Austfirðingar hafa almennt fagnað deginum í mikilli veðursæld. Á Borgarfirði mældust 26,4 gráður klukkan fimm í dag og 25,5 á Hallormsstað. Þá var Möðrudalur ekki fjarri sínu gamla meti, þar fór hitinn í 24,9 gráður.

Áfram er von á afburða hlýju og sólríku veðri á morgun, eða yfir 20 gráðum, einkum inn til landsins. Annað kvöld gæti þó kólnað nokkuð. Áfram verður hitinn um 20 stig á mánudag en á þriðjudag er útlit fyrir rigningu, sem satt best að segja er orðin þörf á.

Mynd: Unnar Erlingsson