Skip to main content

HM í fótbolta hægði á ferðamönnum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. nóv 2010 16:39Uppfært 08. jan 2016 19:21

hengifoss.jpgStærstu leikir heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í sumar höfðu merkjanleg áhrif á ferðamannastraum um Austurland. Straumurinn virðist nokkuð stöðugur fram í miðjan september.

 

Þetta eru niðurstöður úr ferðateljara sem settur var upp við gönguleið að Hengifossi í Fljótsdal í sumar og taldi frá 3. júlí til 25. september.

Um 16.700 manns lögðu leið sína upp að fossinum þessa daga eða tæplega 200 einstaklingar á dag. „Sjáanleg áhrif voru þá daga sem úrslitaleikir HM stóðu yfir og einnig þegar Norræna er á Seyðisfirði,“ segir í bókun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps um niðurstöðurnar.

„Ekki dró verulega úr fjölda fyrr en í lok ágúst og í september hrapar meðaltal ekki niður fyrr en seinnipart mánaðarins.“

Austfirskir ferðaþjónustuaðilar töluðu margir um það seinasta sumar að heimsmeistarakeppnin og eldgosið í Eyjafjallajökli hefðu dregið úr ferðamannastraumi á svæðið.