Skip to main content

Holt og heiðar fengu viðurkenningu Framfarafélags Fljótsdalshéraðs

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. feb 2011 13:45Uppfært 08. jan 2016 19:22

holt_og_heidar_fff.jpgMatvælafyrirtækið Holt og hæðir ehf. hlaut fyrir skemmstu viðurkenningu Framfarafélags Fljótsdalshéraðs „Frumkvæði til framfara 2010.“ Viðurkenningin er árleg og veitt fyrirtæki eða einstaklingum sem þykja hafa skarað framúr í nýsköpun og atvinnuþróun í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.

 

Í rökstuðningi félagsins fyrir afhendingu viðurkenningarinnar segir: „Hér er greinilega um sérstaklega vel heppnaða nýsköpun að ræða, sem þó felst einkum í því að útbúa af alúð, þekkingu og útsjónarsemi frábærar vörur að mestu leyti úr hefðbundnu hráefni út nærumhverfinu.“

Eigendur fyrirtækisins eru Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Guðný Vésteinsdóttir og Þórólfur Sigurjónsson, en aðsetur þess er á Hallormsstað. Þórarinn Lárusson, formaður Framfarafélagsins, afhenti Bergrúnu og Guðnýju viðurkenninguna.

Meðal framleiðslu fyrirtækisins nú má nefna handtíndan rabbarbara af Héraði með lágu sykurmagni og viðbættum fjallagrösum og „Dessertinn hannar ömmu“ (rabbabaraperur með sveskjum), birkisafa (tvenns konar), lerki- og furusveppi og köngla til skrauts á jólum.