Héraðsbúar og Seyðfirðingar treysta náunganum best
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. nóv 2010 11:40 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Íbúar á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði eru þeir Austfirðingar sem
treysta nágrönnum sínum best. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á
samfélagslegum áhrifum stóriðjuframkvæmda á Austurlandi sem kynntar voru
fyrir skemmstu.
Austurglugginn greinir frá niðurstöðunum.
Héraðsmenn og Seyðfirðingar treysta náunganum best. Íbúar á Suðurfjörðum síðan, loks Norðursvæði en íbúar í Fjarðabyggð eru tortryggnastir gagnvart náungum sínum.
Í rannsókninni kom einnig fram að yngri íbúar treysta náunganum síður en þeir sem eldri eru. Til dæmis bera 20 ára einstaklingar í Fjarðabyggð lítið traust til náungans eða einungis 4 af hverjum 10.