Hreinsunarstarf í fullum gangi í Fellabakaríi

Hreinsunarstarf stendur nú yfir af fullum krafti í Fellabakaríi.  Björgvin Kristjánsson bakari einn eigenda fyrirtækisins vonar að hægt verði að byrja að baka aftur á föstudaginn.

eldur_bakari_uppbygging.jpgHreinsunarstarfið hefur staðið yfir af fullum krafti síðan á mánudag og gengur eftir atvikum vel.  Björgvin vonast til að hægt verði að taka hluta húsnæðisins aftur í notkun næstkomandi föstudag og hefja bakstur þann dag.

Vinnslusalurinn slapp alveg við eldskemmdir og nú er starfsfólk bakaríisins langt komið með að þrífa þann hluta húsnæðisins og ráðgert er að þilja skrifstofuhlutann, pökkunarsalinn og búðina frá og hefja aftur framleiðslu í vinnslusalnum í eitthvað smærri stíl fyrst og flytja pökkunina einnig þangað meðan verið er að gera hinn hluta húsnæðisins upp. 

,,Það hlítur að takast að koma þessu í gagnið á föstudaginn, þó plássið verði minna, þröngt meiga sáttir vinna", segir vongóður Björgvin Kristjánsson bakari og einn eigenda Fellabakarís.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.