Hringdi heim til Spánar eftir hjálp frá Seyðisfirði
Spænskur ferðamaður hringdi til heimalands síns eftir hjálp því hann taldi sig týndan í Seyðisfirði um seinustu helgi. Hann hafði þá afþakkað aðstoð nærstaddra ferðalanga.
Ferðamaðurinn var kominn vel út með Seyðisfirði og var „í einhverju reiðuleysi“ að sögn lögreglunnar. „Hann var aldrei týndur eða í neinni hættu og vidi skki þiggja aðstoð annarra ferðalanga,“ sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, í samtali við Agl.is.
Spánverjinn hringdi þess í stað heim til Spánar og þaðan var hringt í íslensku neyðarlínuna og beðið um hjálp fyrir hans hönd.
Lögreglan staðfesti að maðurinn hefði ekki verið allsgáður.