Skip to main content

HSA: Skorið niður um rúm sex prósent

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. des 2010 09:12Uppfært 08. jan 2016 19:22

ImageSkorið verður niður um 6,2% eða 125 milljónir króna hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands á næsta ári. Þetta er töluverð lækkun frá því sem upphaflega var kynnt með fjárlagafrumvarpi en hefur samt nokkur áhrif á stofnunina.

 

Upphaflega var gert ráð fyrir rúmlega 20% niðurskuðr upp á ríflega 460 milljónir. Í Austurglugganum er haft eftir Einari Rafni Haraldssyni, forstjóra stofnunarinnar, að það verði samt ekki auðvelt að útfæra tillöguna.

Sparnaðurinn hefur samt áhrif á HSA sem þarf væntanlega að segja upp um tuttugu starfsmönnum í stað 80 miðað við eldri tillögur.