Hét stuðningi við áframhaldandi uppbyggingu

snaefellsstofa_opnun_0114_web.jpgSvandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hét stuðningi ríkisstjórnarinnar við áframhaldandi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðfarðs þegar þjóðgarðsstofan á Skriðuklaustri, sem fengið hefur nafnið Snæfellsstofa, var opnuð í dag.

 

Svandís sagði ríkisstjórnina vilja styðja við umhverfisvernd þótt ekki yrði hægt að byggja þjóðgarðinn upp jafn hratt og áætlað var vegna áfalla í íslensku efnahagslífi.

Hún sagði vinnu við verndaráætlun ganga vel og hún yrði væntanlega staðfest af ráðuneytinu innan skamms. Hún bætti því við að vaxandi áhugi væri um allan heim á Vatnajökulsþjóðgarði.

Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður á Skriðuklaustri, benti gestum á opnuninni út um gluggan til austurs þar sem sjá mátti skógrækt Héraðsskóga. Á henni hefðu stórhuga bændur byrjað fyrir þrjátíu árum og menn væru ekki síður stórhuga nú þegar Vatnajökulsþjóðgarður væri byggður upp.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.