Skip to main content

Hét stuðningi við áframhaldandi uppbyggingu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. jún 2010 17:03Uppfært 08. jan 2016 19:21

snaefellsstofa_opnun_0114_web.jpgSvandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hét stuðningi ríkisstjórnarinnar við áframhaldandi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðfarðs þegar þjóðgarðsstofan á Skriðuklaustri, sem fengið hefur nafnið Snæfellsstofa, var opnuð í dag.

 

Svandís sagði ríkisstjórnina vilja styðja við umhverfisvernd þótt ekki yrði hægt að byggja þjóðgarðinn upp jafn hratt og áætlað var vegna áfalla í íslensku efnahagslífi.

Hún sagði vinnu við verndaráætlun ganga vel og hún yrði væntanlega staðfest af ráðuneytinu innan skamms. Hún bætti því við að vaxandi áhugi væri um allan heim á Vatnajökulsþjóðgarði.

Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður á Skriðuklaustri, benti gestum á opnuninni út um gluggan til austurs þar sem sjá mátti skógrækt Héraðsskóga. Á henni hefðu stórhuga bændur byrjað fyrir þrjátíu árum og menn væru ekki síður stórhuga nú þegar Vatnajökulsþjóðgarður væri byggður upp.