Hátíðahöld víða um Austurland í tilefni 1. maí

afl.gifAFL Starfsgreinafélag stendur fyrir samkomum í öllum þéttbýliskjörnum Austurlands í tilefni alþjóðadags verkalýðsins í dag. Dagskráin hófst í morgun á Egilsstöðum klukkan 10:00 þar sem Sigríður Dóra Sverrisdóttir var ræðumaður og á Djúpavogi klukkan hálf ellefu þar sem Reynir Arnórsson var ræðumaður. Dagskráin er annars sem hér segir.

 

Vopnafjörður: Félagsheimilið Mikligarður kl 14:00. Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Ræðumaður Anna Júlíusdóttir fiskvinnslukona. Kristján Magnússon flytur ávarp.

Borgarfirði eystri:
Fjarðarborg kl. 12.00: Ræðumaður  Sigríður Dóra Sverrisdóttir, súpa og brauð. Um tónlist sér Þorsteinn Bergsson

Seyðisfjörður:
Ræðumaður Sigríður Dóra Sverrisdóttir kaffiveitingar og skemmtiatriði í umsjá Seyðisfjarðarskóla og hefst kl 15:00.

Reyðarfjörður:
Safnaðarheimili k. 15:00. Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Ræðumaður Jón Knútur Ásmundsson.

Eskifjörður:
Í Melbæ félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Ræðumaður Sverrir Kristján Einarsson.

Neskaupstaður:
Kaffiveitingar í hátíðarsal grunnskólans frá kl. 13.30 til kl. 15.00 Félag harmonikkuunnenda sér um tónlist. Ræðumaður Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Fáskrúðsfjörður:
Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar kl. 14:30. Kaffiveitingar og tónlistaratriði frá Tónskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Ræðumaður Pálína Margeirsdóttir.

Stöðvarfjörður:
Kaffiveitingar á Brekkunni frá kl 15:00. Tónlist  frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjaðrar og Stöðvarfjarðar.Ræðumaður:Reynir Arnórsson.

Breiðdalsvík:
Kaffiveitingar á Hótel Bláfelli kl 14:00. Ræðumaður Reynir Arnórsson.

Hornafjörður:
Hótel Höfn kl: 14:00 kaffiveitingar. Tónlist frá Lúðrasveit Hornafjarðar og Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu. Ávarp Guðrún Ingimundardóttir. Ræðumaður Gunnhildur Imsland.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.