Skip to main content

Hugsanlega blóðþorri í Berufirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. maí 2022 12:26Uppfært 27. maí 2022 12:31

Eitt sýni úr laxeldisstöð Fiskeldis Austfjarða við Hamraborg í Berufirði reyndist jákvætt við greiningu hjá Matvælastofnun í vikunni og er nú unnið að staðfestingu á þeirri greiningu.

Endanleg niðurstaða á að vera ljós á þriðjudaginn kemur en ef staðfest er hér um svokallaðan blóðþorra að ræða eða sömu ISA-veiru og hefur valdið miklum búsifjum í Reyðarfirði síðustu mánuðina.

Við Hamraborg eru í eldi um 890.000 laxar í sjö sjókvíum og er megnið af fiskinum á bilinu 2-3,2 kg eða langt komið í sláturþyngd til manneldis. Tjón Fiskeldis Austfjarða verður því mikið ef smit verður endanlega staðfest en fleiri sýni hafa verið tekin og eru til rannsóknar.

Austurfrétt fjallaði um slæma stöðu fiskeldis í Reyðarfirði vegna þessarar veiru fyrr í vikunni og má lesa um það hér.