Hundadauði í Breiðdal ekki enn kominn á borð lögreglu

Ósk um rannsókn á hvers vegna tíu hundar á sama bænum í Breiðdal drápust sama daginn er ekki enn komin á borð lögreglu en er á leiðinni þangað. Ekkert fannst sem skýrt gæti dauðann við krufningu.

Vísir greindi frá því í vikunni að hundaþjálfari að bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal hefði seinni part laugardagsins 8. júlí komið að tíu hundum sínum látum þegar hann kom heim eftir að hafa brugðið sér af bæ hluta úr degi.

Hundarnir voru sendir til rannsóknar á vegum Matvælastofnunar. Yfirdýralæknir sagði í samtali við Vísi í dag að ekkert óeðlilegt hefði fundist við krufningu og því væri enn óljóst hvað hefði komið fyrir hundana. Sýni úr þeim hafa verið send í eiturefnagreiningu en hún tekur einhverja vikur.

Þar sagði yfirdýralæknirinn að málið væri nú komið á borð lögreglunnar á Austurlandi. Þar fékk Austurfrétt frá upplýsingar að lögreglan hefði ekki fengið neina formlega tilkynningu, aðeins frétt af málinu í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.

Samkvæmt upplýsingum frá MAST í kjölfarið þá er málið á borði lögmanns stofnunarinnar. Sá er að ljúka við samantekt fyrir lögregluna sem verður send eins fljótt og kostur er.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.