Húsbygging Bríetar af stað í júní
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. apr 2022 09:20 • Uppfært 07. apr 2022 09:30
Húsbygging á vegum opinbera leigufélagsins Bríetar á Seyðisfirði á að fara af stað í vor. Húsið verður þó ekki tilbúin á þessu ári.
Þetta kemur fram í svari Drífu Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóra Bríetar við fyrirspurn Austurfréttar. Beðið hefur verið eftir að framkvæmdirnar fari af stað í um ár.
Bríet hefur samið við MVA um að smíða fjögurra íbúða raðhús sem síðar verður leigt út. Lóðum hefur verið úthlutað á gamla íþróttavellinum.
Í svari Drífu kemur fram að lóðaúthlutun hjá Múlaþingi hafi lokið seint á síðasta ári. Sveitarfélagið og HEF veitur hafa undirbúið lóðina og gert hana byggingarhæfa. Þá hefur MVA síðustu mánuð hannað og kostnaðarmetið verkið.
Drífa segir að Bríet hafi að undanförnu þrýst á að framkvæmdir hefjist í vor. Samkvæmt upplýsingum frá MVA á hönnun að liggja fyrir í lok maí
Má við þetta bæta að ráðgert er að hafa hönnun fyrirliggjandi í lok maí sem og byggingarleyfi og hefja jarðvegsframkvæmdir í júní. Gangi allt samkvæmt áætlun verður verkinu lokið sumarið 2023.