Skip to main content

Hvassviðri og kuldi austanlands á sunnudaginn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. maí 2023 17:00Uppfært 12. maí 2023 17:28

Svo virðist sem veturinn hafi ekki alveg sagt skilið við Austfirðinga því Veðurstofa Íslands hefur birt gula veðurviðvörun fyrir svæðið næsta sunnudag.

Sú viðvörun gildir um Austurland að Glettingi en nær ekki til fjarðanna enda um hvassa vestan- og norðvestanátt að ræða allan þann dag. Vindhraði gæti náð átján metrum á sekúndu þegar verst lætur og gerir Veðurstofan ráð fyrir slyddu og jafnvel snjókomu á fjallvegum. Skyggni verður takmarkað og hálka talin líkleg. Fólk er hvatt til að leggja ekki í langferðir á þessum slóðum á vanbúnum bílum.

Viðvörunin nær ennfremur til Norðurlands eystra og vestra auk stórs hluta hálendisins.