Skip to main content

Hver á skógræktarstefna Íslendinga að vera?

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. sep 2010 10:12Uppfært 08. jan 2016 19:21

hallormsstadarskogur.jpgNú gefst almenningi í fyrsta sinn kostur á að gera athugasemdir við drög að stefnumótun í skógræktarmálum Íslendinga. Stefna í skógræktarmálum Íslendinga finnst í ýmsum lögum, samþykktum og áætlunum en hvergi í heild á einum stað.

 

Undanfarin fjögur ár hefur nefnd á vegum skógræktarstjóra unnið að heildstæðri stefnu í skógrækt á Íslandi, hið minnsta til ársins 2040. Hún hefur nú skilað af sér drögum.

„Drögin hafa verið send til fyrirfram ákveðinna umsagnaraðila en í ljósi breyttra tíma, krafna samfélagsins um opna stjórnsýslu og aukin áhrif almennings vill Skógrækt ríkisins einnig bjóða almenningi að senda inn athugasemdir við drögin,“ segir til tilkynningu frá Skógræktinni.

Óskað er eftir því að athugasemdir berist með tölvupósti til Þrastar Eysteinssonar, sviðsstjóra hjá Skógrækt ríkisins, fyrir 20. september n.k.

Frekari upplýsingar og drögin sjálf má finna á vefsíðu Skógræktar ríkisins, skogur.is.