Hvert er hægt að leita eftir sálrænum stuðningi?
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. mar 2023 10:19 • Uppfært 29. mar 2023 18:01
Á Austurlandi starfar samráðshópur um áfallahjálp sem veitir sálrænan stuðning á tímum eins og nú þar sem hundruð manns hafa þurft að rýma heimili sín Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu. Á vegum hópsins hefur einnig verið gefið út fræðsluefni sem aðgengilegt er á netinu.
Þjóðkirkjan
Prestar í Fjarðarbyggð og Múlaþingi eru til viðtals í síma fyrir áfallahjálp eða sálgæslu eins og óskað er eftir:
Arnaldur Arnold Bárðarson, Breiðdalsvík 766 8344,
Benjamín Böðvarsson, Reyðarfirði 861-4797,
Bryndís Böðvarsdóttir, Neskaupsstað 897-1773,
Ingibjörg Jóhannsdóttir, djákni, 7601033,
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Fáskrúðsfirði 897-1170,
Kristín Þórunn Tómasdóttir, Egilsstöðum; 8624164,
Sigríður Rún Tryggvadóttir, Seyðisfirði; 6984958,
Þorgeir Arason, Egilsstöðum; 8479289,
Heilbrigðisstofnun Austurlands
Hægt er að hringja á heilsugæslu HSA og fá samtal við heilbrigðisstarfsmann í s. 470-3000 á dagvinnutíma. Sjá upplýsingar um opnunartíma á www.hsa.is og á facebooksíðunni Heilbrigðisstofnun Austurlands. Hægt að horfa á fræðslu frá yfirsálfræðingi HSA um algeng viðbrögð við áföllum og leiðir til að ganga í gegnum áföll.
Hægt er að velja enskan eða pólskan texta inni í stillingahjóli myndbandsins sem er á YouTube á https://www.youtube.com/watch?v=N9O8rn7ckjI
Sveitarfélögin
Félagsþjónustan í Fjarðarbyggð 4709015 fyrir ráðgjöf og upplýsingarFélagsþjónustan í Múlaþingi 4700-700 fyrir ráðgjöf og upplýsingar