Skip to main content

Hvetja íbúa áfram í sýnatökur

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. feb 2022 16:31Uppfært 08. feb 2022 16:31

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur íbúa fjórðungsins áfram til að fara í sýnatökur. Enn eru útbreidd smit á svæðinu.


Alls eru 142 skráð smit á Austurland. Flest eru í Fjarðabyggð en þeim hefur fjölgað mikið á Héraði síðustu daga en mörg smit hafa greinst í Fellaskóla.

Þess vegna hvetur aðgerðastjórnin íbúa til að fara í sýnatöku finni þeir fyrir einkennum. Foreldrar og forráðamenn barna eru eins hvattir til að huga að sýnatöku fyrir börnin sé grunur um smit.

Mikilvægt sé að sinna smitgát ef einkenni gera vart við sig eða einstaklingar teljast útsettir fyrir smiti. Nánari upplýsingar um smitgát má sjá á covid.is.

„Allar líkur eru á að við séum að ná yfir lokahjallann. Enn eru þó sprek og holur á leiðinni sem hægt er að hrasa um. Förum því varlega sem fyrr og fyrirbyggjum bakslag á lokametrunum,“ segir í tilkynningunni.