Íbúafundur um rafeldsneyti og menningarmót í Fjarðabyggð

Íbúafundur verður á Reyðarfirði í kvöld um áformaða framleiðslu rafeldsneytis þar. Þá býður Menningarstofan til menningarmóta næstu tvö kvöld þar sem rætt verður um menningarstefnu fyrir Fjarðabyggð.

Á fundinum á Reyðarfirði í kvöld munu fulltrúar Fjarðabyggðar, Fjarðarorku og CIP fara yfir stöður og forsendur uppbyggingar fyrirhugaðrar rafeldsneytisframleiðslu á Reyðarfirði og þess sem felst í henni og Orkugarði Austurlands. Fundurinn hefst klukkan 18:00 í kvöld og er haldinn í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Þá býður Menningarstofa Fjarðarbyggðar til Menningarmóts. Starf menningarstofunnar verður kynnt og rætt um endurnýjun menningarstefnu sveitarfélagsins sem og menningarmál í víðu samhengi. Fyrri fundurinn verður í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði í kvöld en sá seinni í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði á morgun. Báðir fundirnir hefjast klukkan 17:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.