Íbúafundur um Úthéraðsverkefnið framundan
Sveitarstjórn Múlaþings hyggst halda íbúafund um svokallað Úthéraðsverkefni á fimmtudaginn kemur en þar verður tíundað hvaða möguleikar eru á svæðinu til náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu sem og eflingu byggðar á svæðinu.
Verkefnið hefur lengi verið í vinnslu en það er hluti af byggðaáætlun og var lengi vel á borð sveitarstjórnar Fljótsdalshéraðs áður en sameinað sveitarfélag varð til. Þá tafðist málið enn frekar með Covid-faraldrinum.
Stefán Bogi Sveinsson, frá Múlaþingi, mun þar fara yfir tilgang og stöðu þessa verkefnis, greinargerðir Náttúrustofu Austurlands um svæðið opinberaðar og að lokum munu aðilar frá Austurbrú leiða umræður um hvert skuli stefna og hverjar helstu áherslurnar í slíku verkefni eigi að vera.
Fundurinn verður haldinn í Hjaltalundi og hefst klukkan 17.30.