Skip to main content

Íbúum Austurlands fjölgað um rétt rúm 11% á 26 árum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. mar 2025 16:30Uppfært 07. mar 2025 16:30

Íbúum á Austurlandi hefur fjölgað um rétt rúmlega 1100 einstaklinga síðustu 27 árin frá árinu 1998 til ársins 2024 samkvæmt mannfjöldamælaborði Byggðastofnunar. Það þýðir að íbúum í fjórðungnum hefur að meðaltali fjölgað árlega þennan tíma um 95 einstaklinga.

Þessi fjölgun austanlands orðið á sama tíma og heildaríbúafjöldi í landinu jókst um 112 þúsund manns svo Austurland hefur notið krafta innan við eitt prósents þess heildarfjölda fólks sem bæst hefur við á tímabilinu.

Langmest fjölgun íbúa á tímabilinu sem hér um ræðir orðið í Múlaþingi, 19,8% fjölgun, en mest fækkun íbúa raungerst í Vopnafjarðarhreppi. Á síðarnefnda staðnum var íbúafjöldinn 1998 alls 852 einstaklingar en töldust 650 á liðnu ári. Það er fækkun um tæplega fjórðung. Lítils háttar fækkun íbúa mælist einnig í Fljótsdalnum en fjölgun er í Fjarðabyggð um tæp 11% yfir tímabilið.

Á tímabilinu fæddust 3.220 nýir Austfirðingar í fjórðungnum en 1.814 bornir til grafar á sama tíma.