Íbúum fjölgaði á Austurlandi um 1,7 prósent milli ára
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. mar 2022 11:21 • Uppfært 22. mar 2022 11:23
Íbúar á Austurlandi voru 1,7 prósent fleiri í janúar 2022 en ári áður samkvæmt nýjum mannfjöldatölum Hagstofu Íslands.
Alls fjölgaði fólki í landinu á þessu árabili um 7.456 talsins eða um 2,0 prósent og varð hlutfallslega mest fjölgun fólks á Suðurlandi. Karlmenn eru áfram töluvert fleiri eða rúmlega 193 þúsund talsins en konurnar telja rúmlega 183 þúsund alls.
Fjölgunar varð vart í öllum sveitarfélögum Austurlands en mismikið þó. Hlutfallslega fjölgaði íbúum Fljótsdalshrepps mest milli ára eða um 5,1 prósent, 2,5 prósent í Fjarðabyggð, 1,8 prósent í Vopnafjarðarhreppi og um 0.7 prósent í Múlaþingi.