Iceland Express skildi eftir hluta farangurs í Varsjá

Nokkur rekistefna varð á flugvellinum á Egilsstöðum síðasta laugardag þegar farþegar sem voru að koma frá Varsjá með Iceland Express uppgötvuðu að hluti farangursins hafði verið skilin eftir þegar flugvélin fór í loftið þar úti.

flugvel_egflugvelli5.jpgÞetta kom í ljós eftir að vélin var lent á Egilsstöðum en farþegar höfðu ekki verið látnir vita af þessu fyrr en þá. 

Að sögn forráðamanna Iceland Express varð að skilja hluta af farangrinum eftir, vegna þess að vélin var þéttsetin og þar af leiðandi of þung ef allur farangurinn hefði verið tekinn með, vegna þess að lengja hafi þurft flugleiðina.

Samkvæmt upplýsingum var um nokkrar töskur að ræða.  Þar sem flugleiðin til Íslands var mun lengri en venjulega og vélin þurfti að taka stóran sveig fram hjá öskuskýinu frá Eyjafjallajökli, hafi þurft að grípa til þessa ráðs að skilja töskurnar eftir.

Flugfélaginu finnst mjög miður að þetta skuli hafa gerst en þetta lýsi ástandinu vel sem hafi skapast vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Iceland Express vonast til að farangurinn komi til landsins í dag með vél frá Kaupmannahöfn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.