Íhuga þrjár varmadæluleiðir fyrir Seyðisfjörð

Af hálfu HEF-veitna er nú verið að rýna í hvað framtíðarorkuverð gæti orðið fyrir fjarvarmaveitur auk þess sem verið er að kanna hvort Orkustofnun geti fjármagnað hluta varmadæluvæðingar fyrir Seyðfirðinga.

Sérstakur vinnuhópur HEF-veitna er að störfum vegna þessa en RARIK, sem rekið hefur fjarvarmadælu í firðinum lengi vel hyggst hætta því á þessu ári enda mikið tap verið samfara þeim rekstri um margra ára skeið.

Rannsóknir HEF síðustu vikurnar beinast aðallega að þremur leiðum: miðlægri varmadælu, varmadælum í hvert hús bæjarins ellegar blandaða leið af þessu tvennu sem mun kosta að núverandi dreifikerfi verði áfram nýtt að hluta til.

Á síðasta fundi stjórnar HEF kom fram að fyrstu niðurstöður rannsókna hópsins benda til að sverleiki lagna dreifikerfis á Seyðisfirði beri ekki minna hitafall en 35 til 40°C. Það merkir að ekki er hægt að nota hefðbundar loft-í- vatn varmadælur með núverandi dreifikerfi án þess að hækka framrásarhitastig veitunnar með rafhitun eða viðarperlum. Hinir möguleikarnir kalla ekki á endurnýjun núverandi dreifikerfis nema að hluta til.

Starfshópurinn reynir nú að því að greina raforkuverðið til fjarvarmaveitu á Seyðisfirði langt fram í tímann og þær upplýsingar verða lagðar fyrir stjórn á næsta fundi sem tekur málið fyrir á ný áður en möguleikarnir í stöðunni verða svo kynntir íbúum bæjarins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.