Íhuga varmadæluvæðingu kaldra svæða í Múlaþingi

Stjórn HEF (áður Hitaveita Egilsstaða og Fella) fer nú yfir hvort fýsilegt eða mögulegt sé að varmadæluvæða köld svæði innan Múlaþings með skipulegum hætti.

Víða í sveitarfélaginu eru svokölluð köld svæði þar sem aðgengi að hefðbundinni hitaveitu er illmögulegt, ef ekki beinlínis ómögulegt sökum fjarlægða. Við þær aðstæður þarf að kynda með rafmagni og þó það sé niðurgreitt að hluta er kostnaðurinn yfirleitt vel yfir kostnaði íbúa sem njóta hitaveitu.

Þetta var eitt af því sem íbúar á Fljótsdalshéraði óskuðu eftir að skoðað yrði á samtalsfundum sem heimastjórn svæðisins hélt síðasta vetur. Slíkar varmadælur eru sagðar spara rafmagnsnotkun um allt að 80 prósent og er umhverfisvænn kostur.

Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF, staðfestir við Austurfrétt að ábendingar um þetta hafi borist og sé í skoðun af hálfu stjórnar. Þetta sé þó ekki ný hugmynd því HEF hóf að skoða slíka varmadælukosti fyrir köld svæði í samvinnu við Orkusetrið fyrir nokkrum misserum. Covid-faraldurinn hafi þó tekið botninn úr þeim vangaveltum á þeim tíma.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.