Innrás Rússa mótmælt á Reyðarfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. feb 2022 00:10 • Uppfært 27. feb 2022 00:11
Boðað hefur verið til mótmæla gegn innrás rússneska hersins í Úkraínu við kirkjuna á Reyðarfirði í dag.
Að mótmælunum stendur hópur Úkraínubúa og Rússa sem eiga það sameiginlegt að búa á Austurlandi. „Það á okkar ábyrgð að standa með friði,“ segir í tilkynningu.
„Til allra þeirra sem vilja styðja Úkraínu og Úkraínubúa – safnist saman með okkur í friðsamlegum mótmælum gegn stríði og einræði.“
Mótmælin hefjast í dag, sunnudag, klukkan þrjú.