Skip to main content

Ísbúðir Austurlands standa sig sífellt verr

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. ágú 2025 15:22Uppfært 12. ágú 2025 16:32

Þrjú af alls átta sýnum sem Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) tók hjá íssölustöðum á Austurlandi í fyrra reyndust stóðust ekki gæðakröfur. Þetta eru verstu niðurstöður slíkra kannanna undanfarin ár.

Það eru ekki margir aðilar á Austurlandi sem selja ís úr vél. Hlutfall þeirra sem ekki stóðu rétt að málum í fyrra samkvæmt gerlamælingum reyndist 38% á móti þeim 62% sýna sem ekkert þótti athugavert við í reglubundnu eftirliti HAUST. Staðan farið hríðversandi ár frá ári síðan árið 2021 þegar engir íssalar í fjórðungnum fengu athugasemdir.

Ís er skilgreindur sem mjög viðkvæm söluvara enda þarf aðeins litla yfirsjón starfsfólks til að gerlar á borð við kólíbakteríur komist í ísblöndurnar sem notaðar eru við ísgerðina. Þrif ísvéla eru því afar mikilvægt og ef eftirlitsaðilar finna eitthvað að þarf að farga allri ísblöndunni umsvifalaust og þrífa vélar og tól gaumgæfilega í kjölfarið.

HAUST birti fyrir skömmu ársskýrslu sína fyrir síðasta ár þar sem tíunduð eru helstu verkefni þess á árinu 2024.

Verkefni stofnunarinnar eru æði viðamikil en einn angi þeirra er að taka við kvörtunum almennings ef eitthvað þykir miður. Til HAUST bárust alls 33 kvartanir á síðasta ári; langflestar út af mengunar- og umhverfismálum svo sem vegna hávaða eða ryks frá iðnaði. Þá var nokkuð um kvartanir til hollustusviðs HAUST vegna skorts á viðhaldi og hugsanlegrar myglu í íbúðarhúsnæði. Fjórar kvartanir komu á borð stofnunarinnar vegna meðferðar og hreinlætis hjá matvælafyrirtækjum.