Skip to main content

Ívar Karl gefur kost á sér í 2. – 3. sætið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. feb 2022 15:09Uppfært 07. feb 2022 15:11

Ívar Karl Hafliðason, framkvæmdastjóri og eigandi Austurbygg verktaka ehf. sækist eftir 2. til 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi í prófkjöri flokksins 12.mars næstkomandi.


Ívar Karl er 40 ára með BS-gráðu í umhverfis- og orkufærði frá Háskólanum á Akureyri. Hann er kvæntur Rögnu Fanney Jóhannsdóttir aðstoðarþjóðgarðsverði á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og eiga þau saman þrjú börn. Hann hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá 2018 og tekið þátt í ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum á vegum sveitarfélagsins.

„Ég vil gera mitt til að sjá samfélagið dafna og er spenntur að takast á við verkefni er tengjast mótun Múlaþings til framtíðar. Ég tel að Múlaþing hafi alla burði til að vera öflugt sveitarfélag á landsvísu þar sem fjölbreytt atvinnulíf rennir styrkum stoðum undir hátt þjónustustig fyrir alla íbúa þess. Ég tel að reynsla mína úr atvinnulífinu auk þekkingu á sveitarstjórnarstiginu mun gera mig að öflugum sveitarstjórnarmanni,“ segir Ívar Karl í tilkynningu.

Helstu stefnumál Ívars Karls eru ábyrg fjármálastjórn ásamt skilvirkri stjórnsýslu, uppbygging innviða í öllum kjörnum sveitarfélagsins og tryggja áfram haldandi framvindu verkefna á sviði samgangna innan fjórðungsins. Einnig leggur Ívar Karl áherslu á málefni barna og ungmenna innan Múlaþings og að það góða starf sem þar er unnið fái þann stuðning sem þarf til frekari uppbyggingu og þróunar.