Jákvætt fyrir efnahagslífið að fjölga konum í atvinnurekstri

Um 40 konur víða af landinu komu austur til að taka þátt í landsbyggðarráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem Austurlandsdeild þess hélt á Hallormsstað í maí.

„FKA var stofnað til að fjölga konum sem reka fyrirtæki því það er gott fyrir efnahagslífið,“ sagði Jónína Bjartmarz, framkvæmdastjóri. Hún var meðal frummælenda á ráðstefnunni með yfirskriftinni „vörumerkið ég“.

Jónína er í dag formaður Atvinnurekenda Auðs sem fór í árlega vorferð sína á ráðstefnuna og kom víða við á Austurlandi. Auður er deild innan FKA sérstaklega ætluð konum sem reka fyrirtæki eða hyggjast stofna þau. Um 40 konur tóku þátt í ferðinni en Jónína sagði í ræðu sinni að innanlandsflugið væri veruleg hindrun fyrir uppbyggingu, einkum í ferðaþjónustu á Austurlandi.

Jónína er hvað þekktust fyrir að hafa setið á Alþingi árin 2000-7, þar af verið umhverfisráðherra 2006-7. Hún féll af þingi í kosningunum 2007. Hún sagði það hafa verið „helvíti skítt“ en hún tók sig til og stofnaði til viðskipta í Kína. Hún hefur meðal annars verið formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og eigandi ferðaskrifstofunnar Iceland Euope Travel.

„Það var gott að vera laus allra mála, að upplifa ævintýri, bæta við sig þekkingu og víkka lífssýninga í annarri heimsálfu þegar hrunið skall á,“ sagði hún.

Heiða Ingimarsdóttir, formaður FKA Austurland og upplýsingafulltrúi Múlaþings, opnaði ráðstefnuna á að fara yfir sögu sína, frá því að vera einstæð móðir með tvö börn sem langaði að mennta sig yfir í að klára meistaragráðu frá erlendum háskóla. „Það er allt hægt þótt leiðin sé ekki sú sem maður ímyndaði sér,“ sagði hún.

Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, kom í kjölfar þeirra. Hún sagði félagsskapur kvenna alltaf hafa skipt sig miklu máli og hjálpað henni til að komast inn í samfélagið þegar hún flutti austur fyrir 16 árum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.