Skip to main content

Jens Garðar hættur í bæjarstjórn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. mar 2022 16:11Uppfært 28. mar 2022 16:11

Jens Garðar Helgason, sem var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð við sveitarstjórnarkosningarnar 2018, hefur beðist lausnar frá störfum í bæjarstjórn.


Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá í morgun.

Jens Garðar hefur reyndar fáa fundi setið á þessu kjörtímabili. Hann fór upphaflega í leyfi þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri Laxa snemma árs 2019.

Það leyfi hefur síðan verið framlengt nokkrum sinnum en nú er komið að því að það verði endanlegt. Jens Garðar hafði áður tekið þá ákvörðun að sækja ekki eftir sæti ofarlega á framboðslista fyrir kosningarnar þann 14. maí.

Mynd: Laxar