Skip to main content

Jeppafært til Mjóafjarðar í dag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. sep 2023 12:59Uppfært 22. sep 2023 13:00

Vegurinn til Mjóafjarðar er enn lokaður eftir skemmdir sem urðu á honum í miklu vatnsveðri á þriðjudag. Stefnt er á að hægt verði að hleypa á hann umferð í dag.


Vegurinn fór illa í rigningunum, í sundur á nokkrum stöðum auk þess sem víðar rann yfir hann og ræsi skemmdust.

Enn er unnið við síðasta ræsið en þegar það varður komið niður verður vegurinn opnaður á ný. Yfir helgina verður hann merktur jeppafær.

Áfram verður lokað út á Dalatanga en þar féll vegurinn niður í sjó á 20-30 metra kafla eftir að fylling undan honum. Þar er þörf á róttækari viðgerðum.