Skip to main content

Jólahús á Eskifirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. jan 2011 16:23Uppfært 08. jan 2016 19:22

eskifjordur_jolahus_steinholtsvegur_web.jpgEskfirðingar eru duglegir að skreyta bæinn yfir hátíðarnar eins og fleiri. Þessi tvö hús við Steinholtsveg vöktu athygli Agl.is þar fyrir skemmstu en íbúar þeirra hafa löngum verið þekktir fyrir skreytingagleði. Svona uppljómuð hafa þau staðið yfir hátíðarnar og stóran hluta desembermánaðar.

 

Seinasti dagur jóla, þrettándinn, er í dag. Víða á Austurlandi hefur þrettándaskemmtunum verið frestað vegna veðurs. Á Djúpavogi um óákveðinn tíma, á Eskifirði fram á mánudag, í Brúarási um óákvðinn tíma og á Egilsstöðum verður dagskráin í íþróttahúsinu.