Skip to main content

Jón Björn forseti bæjarstjórnar - Jens Garðar formaður bæjarráðs

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. jún 2010 23:53Uppfært 08. jan 2016 19:21

ImageJón Björn Hákonarson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, verður næsti forseti bæjarstjórnar og Jens Garðar Helgason, oddviti sjálfstæðismanna, formaður bæjarráðs. Listarnir hafa náð saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Auglýst verður eftir bæjarstjóra.

 

Þetta staðfestu talsmenn flokkanna við agl.is í kvöld. Stjórnir og framboðslistar félaganna hafa samþykkt drög að málefnasamningi. Lokið verður við samninginn á næstu dögum og hann birtur á vef sveitarfélagsins þegar ný bæjarstjórn tekur við 15. júní.

Jón Björn Hákonarson, oddviti B-lista, verður forseti bæjarstjórnar og Jens Garðar Helgason, oddviti D-lista, formaður bæjarráðs á kjörtímabilinu. Fullt jafnræði á að verða með framboðunum með skiptingu verka í hinum nýja meirihluta.

Auglýst verður eftir nýjum bæjarstjóra í Fjarðabyggð í júní.