Jónas Bjarki oddviti: Páll endurráðinn sveitarstjóri
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. jún 2010 22:06 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Jónas Bjarki Björnsson hefur verið kosinn oddviti Breiðdalshrepps. Á
fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar í vikunni var samþykkt að endurráða
Pál Baldursson sem sveitarstjóra.
Jónas Bjarki fékk fjögur atkvæði í kosningunni um oddvitann en Gunnlaugur Ingólfsson eitt. Gunnlaugur var síðar kosinn varaoddviti.Þeim var síðan falið að ganga frá samningi við Pál.