K og B mælast best á Vopnafirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. maí 2010 01:08 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
K-listi og B-listi njóta mestrar hylli á Vopnafirði. Þetta kemur fram í netkönnun vefmiðilsins Vopnafjordur.is .
Samkvæmt könnuninni fengi K-listinn 39,6% atkvæða en B-listinn 37,6%. Þessir tveir listar mynda núverandi meirihluta.Framboð Nýs afls fær 8,9% og Sjálfstæðisflokkurinn 7,9%. Sex prósent ætla ekki að kjósa eða skila auðu.
101 hefur greitt atkvæði í kosningunni. Samkvæmt ströngustu reglum telst aðferðafræðin að baki henni afar hæpin og því óljóst hvort hún gefi nokkra vísbendingu um væntanleg úrslit.