Skip to main content

Kanna hug heimamanna á Vopnafirði til breytinga á fluginu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. jan 2024 10:14Uppfært 15. jan 2024 10:19

Þeim fækkar nokkuð jafnt og þétt sem notfæra sér flugleiðina frá Vopnafirði gegnum Þórshöfn, til Akureyrar og sömu leið til baka ár frá ári. Þess vegna hafa sveitarstjórnir á svæðinu nú leitað álits heimamanna hvernig úr megi bæta.

Sérstök könnun þar að lútandi finnst nú á heimasíðum Vopnafjarðarhrepps og Langaneshrepps en að þeirri könnun stendur líka Samband sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Nýr þjónustusamningur við Vegagerðina vegna flugs er nú til endurskoðunar og gætu svör heimafólks því vegið nokkuð þungt í þeim viðræðum ef nógu margir taka þátt.

Meðal þess sem könnunin leitar svara við er hvort almennt sátt sé um núverandi flugleið eða hvort líklegra sé að fólk myndi nýta flugið betur ef um væri að ræða beint flug til Reykjavíkur. Sú hugmynd verið viðruð oftar en einu sinni og oftar en tvisvar gegnum tíðina að fljúga skuli beint suður í höfuðborgina fremur en til Akureyrar eins og nú er. Mun fleiri séu líklegir til að nýta sér slíkan kost að margra mati.

Til marks um takmarkaða notkun á nýliðnu ári sýna tölur Isavia að eingöngu tæplega 800 stakir flugleggir voru farnir til og frá Vopnafirði. Til samanburðar voru leggirnir tæplega tvö þúsund árið 2018.

Könnunina má finna hér. Mynd Vopnafjarðarflugvöllur